Showing posts with label Bríet. Show all posts
Showing posts with label Bríet. Show all posts

Saturday, April 5, 2025

Bríet - Djúp Sár Gróa Hægt

 

Manstu fyrst flugtakið,
manstu fyrsta snertingin,
kossinn uppi‘ á þaki,
nóttin horfði grafkyrr.

Manstu þunga sorgin,
Manstu‘ öll ljótu orðin,
ég meinti ekkert af því,
ég var týnd og alein.

Hvort stingur meira að
halda‘ í það sem var
eða kveðja og sleppa,
spyr en hef ekker svar.

Tvö þúsund tár
sem ég valdi sjálf,
ég gekk í burt
þegar við þurftum hjálp.
Reyni‘ að segja sjálfri mér
við hefðum ekkert geta gert
en það eina sem ég á eftir er minningin og sektarkennd
og djúp sár sem að gróa hægt.

Endalausar hugsanir,
hvað var það sem truflaði?
Get ég farið til baka?
Ný orð og önnur saga.

En hvað myndi breytast ef
að ég tæki mig til og ég sneri aftur við?
Spyr en hef ekkert svar.

Tvö þúsund tár
sem ég valdi sjálf,
ég gekk í burt
þegar við þurftum hjálp.
Reyni‘ að segja sjálfri mér
við hefðum ekkert geta gert
en það eina sem ég á eftir er minningin og sektarkennd
og djúp sár sem að gróa hægt.



Thursday, April 3, 2025

Ásgeir ft. Bríet - Dýrð í Dauðaþögn

 

Tak mína hönd
lítum um öxl, leysum bönd
Frá myrkri martröð sem draugar vagg’ og velta
lengra, lægra, oft vilja daginn svelta

Stór, agnarögn
oft er dýrð í dauðaþögn
Í miðjum draumi sem heitum höndum vefur
lengra, hærra á loft nýjan dag upphefur

Finnum hvernig hugur fer
frammúr sjálfum sér
Og allt sem verður, sem var og sem er
núna

Knúið á dyr
og uppá gátt sem aldrei fyrr
Úr veruleika sem vissa ver og klæðir
svengra, nær jafnoft dýrðardaginn fæðir